Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík mynd af vef álversins

Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík
mynd af vef álversins

Fund­ur í kjara­deilu starfs­manna Rio Tinto Alcan í gær fékk snöggan endi þegar ljós kom við upp­hafi fund­ar að fyr­ir­tækið hafði farið fram á lög­bann við þeirri aðgerð fé­lags­manna verka­lýðsfé­lags­ins Hlíf­ar að meina yf­ir­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins að lesta áli í borð í skip til út­flutn­ings.

Forráðamenn Hlífar með Gylfa Ingvarsson talsmann starfs­manna ál­vers­ins í broddi fylkingar voru mjög ósáttir við þetta útspil Rio Tinto. Á vef mbl.is er haft eftir honum „Það er al­veg ljóst að þeir voru ekki komn­ir til þess að semja við okk­ur, held­ur til þess að herða hnút­inn. Und­ir þeim kring­um­stæðum var eng­inn flöt­ur til þess að ræða,“ sagði hann í samtali sínu við mbl.is

Verk­fall fé­lags­manna Hlíf­ar hófst á miðnætti aðfaranótt 24. fe­brú­ar sl. en það nær til út­flutn­ings á áli frá fyr­ir­tæk­inu.

Sú mögulega atburðarás sem Viðar Garðarsson rakti í aðsendri grein á mbl.is 30. október síðastliðinn virðist hér vera að ganga eftir. Undirliggjandi vandamál Rio Tinto Alcan í Straumsvík snúa fyrst og fremst að óhagkvæmum samningi félagsins við Landsvirkjun um raforkuverð sem undirritaður var árið 2010.

Undir þetta sjónarmið tekur síðan Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi en hann segir í Facebook færslu sinni sem rituð er 25 nóvember 2015

„Ég tel að þessi deila snúist alls ekki um verktakavæðingu 40 starfa í mötuneyti og ræstingu, enda sér hver vitiborinn maður að rekstrarafkoma Alcan í Straumsvík ræðst ekki á því hvort takist að lækka laun þessara aðila og spara sér nokkrar milljónir.

Málið að mínum dómi lýtur að nýgerðum raforkusamningi sem forsvarsmenn Alcan gerðu við Landsvirkjun fyrir skemmstu en með þeim samningi versnaði rekstrargrundvöllur fyrirtækisins alverulega.
Málið er að álverksmiðjur í eigu Rio Tinto Alcan í Kanada sömdu nýlega um nýtt raforkuverð við Hydro Québec í Kanada. Þessi samningur lækkaði orkuverðið verulega og tengdi það við heimsmarkaðsverð á áli. Eftir þennan samning kostar raforkan til þess að framleiða eitt tonn af áli í Kanada, 350 bandaríkjadali.

Raforkan sem þarf í framleiðslu á einu tonni af áli í Straumsvík kostar hinsvegar 500 bandaríkjadali sem leiðir af sér að raforka til álframleiðslu er 30% ódýrari í Kanada fyrir Rio Tinto Alcan en raforkan í Straumsvík.

Alcan í Straumsvík er að framleiða um 200 þúsund tonn af áli á ári sem þýðir að Alcan greiðir 13,3 milljarða fyrir raforkuna á ári, samkvæmt nýgerðum samningi við Landsvirkjun. En ef þeir væru hins vegar með sömu kjör og standa til boða í Kanada því væri raforkukostnaðurinn 9,2 milljarðar. Hér munar hvorki meira né minna en 4,1 milljarður sem Alcan þarf að greiða meira en raforkuverðið í Kanada er. Takið eftir þessir 4,1 milljarðar er jafn mikið og allur launakostnaður á síðasta ári!

Þetta er hið raunverulega vandamál, Landsvirkjun er að slátra mjólkurkúnni sinni með því að bjóða ekki samkeppnishæft verð og býðst erlendis og starfsmenn fyrirtækisins eru gerðir af blórabögglum.“

Sparnaður sem RioTinto Alcan í Straumsvík nær fram með kröfum sínum á verkalýðsfélagið nemur nokkrum tugum milljóna á ársgrundvelli á sama tíma og óhagkvæmur raforkusamningur kostar félagið 4.100 milljónir á ári aukalega bara við það að nýta framleiðslu einingu sína í Straumsvík.

Verkfallsaðgerðir eins og þær sem nú eru hafnar í Straumsvík opna þann möguleika upp á gátt að Rio Tinto Alcan geti nýtt sér ástandið til þess að losna undan kaupskildu með svokölluðu Force majeure ákvæði í orkusölusamningi sínum við Landsvirkjun.

Það flest sem bendir til þess að aðgerðarleysi stjórnvalda í bland við áhættusækni stjórnenda hjá Landsvirkjun mun verða til þess að þessi óhagkvæma rekstrareining innan samsteypu Rio Tinto mun loka innan skamms.

 

Comments

comments