traustiÁ þriðjudaginn var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 og á visir.is  að borgin muni ekki þvo (smúla) húsagötur í ár vegna sparnaðar og treystir á Guð og lukkuna að það rigni. Með þessum hætti megi spara 3,5 milljón.

Trausti Harðarson varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sem situr í íþrótta- og tómstundaráði lagði fram svohljóðandi tillögu á fundi íþrótta- og tómastundaráðs í gær fimmtudag:

„Samkvæmt svari við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem barst frá framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar haust 2015 kom í ljós að framhaldsskólinn Borgarholtsskóli nýtir íþróttamannvirki Reykjavíkurborgar án greiðslna fyrir 3,5 milljónir á ári þ.e. íþróttahúsið við Dalhús, knattspyrnuhús við Egilshöll. Lagt er til reikningsfært verði á Borgarholtsskóla 3,5 milljónir fyrir árið 2016 auk og framvegis árlega reikningsfærð verði öll notkun Borgarholtsskóla á Íþróttamannvirkjum Reykjavíkurborgar enda hlutfall kostnaðar við notkun íþróttamannvirkja fyrir framhaldsskóla ábyrgðar og kostnaðarmál menntamálaráðuneytis en ekki Reykjavíkurborgar.“

Trausti virðist hér með smá árvekni hafa fundið það fé sem þarf til þess að þvo íbúagötur borgarinnar.

Comments

comments