ásmundurÁsmundur Einar Daðason ritar pistil á eyjan.isVigdis oxl steingr í kjölfar þess að Vigdís Hauksdóttir og Steingrímur J. Sigfússon tókust á í Kastljósi RÚV í gær. Umræðuefnið var leyndin sem ríkir yfir gerðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.  Ræddu Vigdís Hauksdóttir og Steingrímur J. Sigfússon um endurreisn bankanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Steingrímur lét að því liggja að ekki væri ástæða til að fara ofan í það hvernig staðið var að endurreisn bankanna á síðasta kjörtímabili þar sem komið hefði út sérstök skýrsla um endurreisn bankanna og farið hefði fram umræða um hana á Alþingi.

Ásmundur hefur ýmislegt við þessa skýrslu og umræðuna að athuga og rifjar hann upp í pistli þessum ýmis ummæli sem féllu í þessari umræðu.

Til dæmis rifjar Ásmundur upp ummæli Lilju Mósesdóttur í þessari umræðu og má segja að hér sé aðdragandi þess að hún yfirgaf stjórnmálin. Tilvitnunin í þessi ummæli Lilju eru tekin úr pistli Ásmundar:

lilja“…Þegar ég ákvað stuttu fyrir kosningar 2009 að bjóða mig fram fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs trúði ég að forystu VG væri best treystandi til að reisa við efnahagslífið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Aldrei grunaði mig að formaður VG myndi ásamt forystu Samfylkingarinnar verða uppvís að því að gæta hagsmuna erlendra kröfuhafa, eins og Breta, Hollendinga og vogunarsjóða, í Icesave-málinu og nú við endurreisn bankakerfisins….Skjaldborg um bankanna skapar ekki velferð og hagvöxt. Það gerir hins vegar skjaldborg um heimilin og fyrirtækin. Endurreisn bankakerfis á forsendum vogunarsjóða en ekki hagsmuna almennings er vinstri stjórn til ævarandi skammar…”

 

Ásmundur heldur áfram og rifjar upp önnur ummæli sem féllu í umræðum á alþingi við sama tækifæri.

Sigmundur Davíð:

“…Hefði ekki verið ráð að nota tækifærið sem gafst á meðan þessi eignasöfn voru lágt metin á heimsmarkaðsverði og láta íslenskan almenning og fyrirtæki njóta góðs af því, þau áttu inni vegna þeirra áhrifa sem efnahagskrísan hafði valdið?”

Steingrímur J.:

“…Ég veit ekki hversu rækilega þarf að reyna að útskýra að slíkt sé ekki hægt í svona ferli þegar menn verða að ganga út frá grundvallarreglunum sem ég hef farið yfir hér, þegar stjórnarskrá er í gildi þar sem eignarréttur er til staðar og varinn og verndaður og þegar stjórnvöld í ofanálag hafa heitið því að viðhafa sanngjarna málsmeðferð í svona uppgjöri….”

Niðurstaða Ásmundar er skýr:

„Skýrara verður það ekki. Jöhönnustjórnin taldi að ekki væri hægt að gera það sem Framsóknarflokkurinn vildi gera. Það var nefnilega búið að lofa kröfuhöfum “sanngjörnu” uppgjöri!!“

Ásmundur spyr:

„Er ekki kominn tími til að fá öll spilin á borðið og kanna hvað það var sem réði för þegar farið var gegn almenningi og kröfuhöfum lofað að ekki yrði tekið á þeim?“

Hér má finna Pistil Ásmundar á eyjan.is í heilu lagi

 

Comments

comments