Hér má sjá skemmtilegt myndband frá Svíþjóð þar sem landið allt er boðið til erlendra ferðamanna. Í Svíþjóð líkt og á íslandi er fólki frjálst að vafra um þjóðlendur. Þar er þetta kallað „allemansrätten“ á ensku útleggst þetta sem „freedom to roam“ Frelsi til þess að ráfa um.

Þetta myndband er samvinnuverkefni Airbnb og Sænskra ferðamálayfirvalda til þess að kynna Svíþjóð sem dvalarstað. Dvalarstað þar sem þú þarft ekki að bóka gistingu fyrirfram heldur grípa tjald og viðlegubúnað og ráfa um sænskar þjóðlendur.

Hér á landi þar sem græðgis og öfundarvæðing embættismannakerfisins í algleymingi vilja menn banna Airbnb af því að það fyrirtæki hefur ekki viljað upplýsa hverjir eru viðskiptavinir þess. Það eru ólíkar áherslur hjá þessum frændþjóðum. Önnur er opin og frjálslind, hin er þjökuð af embættismannakerfi sem er haldið forræðishyggjuæði.

Comments

comments