Viðskiptablaðið greinir frá því að Hagar móðurfélag Bónus, Hagkaupa og fleiri verslana hafi haft í hótunum við birgja sem selja Costco vörur síðustu daga. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að nokkrum íslenskum framleiðendum hafi borist þau skilaboð frá Högum að ef þeir hyggist selja vörur sínar í Costco þá verði þær teknar úr hillum verslana Bónuss og Hagkaupa. Viðbrögðin lýsa nokkurri örvæntingu en mikið hefur verið um myndir á samfélagsmiðlum sem sýna tómar verslanir Haga.

Þetta er nokkuð athyglisvert í ljósi sögunnar. Því stofnandi Bónus Jóhannes Jónsson varð fyrir sambærilegum þvingunum á sínum tíma þegar hann hóf að selja landsmönnum dagvöru á umtalsvert lægra verði en áður hafði tíðkast.  Þetta er líka áhugavert í því samhengi að Hagar eru í meirihlutaeign íslenskra lífeyrissjóða sem enn á ný sýna að hagur íslenskrar alþýðu skiptir þá engu máli.

Uppfært kl:11:25

Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, vís­ar því al­farið á bug að Hag­ar hafi hótað því að fjar­lægja vör­ur ís­lenskra fram­leiðenda úr hill­um versl­ana sinna, hygg­ist þeir selja vör­ur sín­ar í Costco. „Þetta eru ósannindi og rógur í garð Haga,“ segir Finnur í samtali við Viðskiptablaðið en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Viðskiptablaðið tekur sérstaklega fram að það standi við fréttaflutning sinn.

 

 

Comments

comments