imgresTekjublað DV er  komið út og birtir reiknaðar tekjur 2.600 Íslendinga.  Klukkan 06:00 í morgun var svo frétt inni á vefmiðli DV um eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra um að hún borgi 0,- kr í skatt.

Marg oft hefur komið fram í fjölmiðlum og af yfirlýsingum frá endurskoðenda að hún sé að greiða skatta og það háa. En samt segir DV að hún sé ekki að greiða skatt.  Þetta er rangt og vísvitandi verið að sverta þessa ágætu eiginkonu. Síðar segja þeir  að hún sé ekki að greiða útsvar. Það er ákaflega eðlilegt þegar fólk er ekki með launatekjur. Enda er hún heimavinnadi að sjá um heimili og barn. Aftur á móti er hún að greiða himinháan fjármagnstekjuskatt. Ætlar DV að setja þá saman lista yfir alla þá sem eru ekki á launum að sjá um heimili og eru ekki á leið á vinnumarkaðinn. Er þetta bara vitleysa í blaðinu og heldur blaðið að fólk geti taki þá alvarlega?

Comments

comments