Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og um tíma þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur Morgunvaktar Rásar 1 í gær. Þar sagði Baldur að að Oddný Harðardóttir ætti að segja af sér tafarlaust. Baldur sagði m.a.

„Ég get ekki séð að hún eigi nokkra framtíð fyrir sér sem formaður flokksins, það er ekki hægt að sjá það. Því lengur sem hún situr, því erfiðara verður það fyrir flokkinn. Það er kannski skiljanlegt, og ekki skiljanlegt, að hún vilji leiða flokkinn næstu daganna eða vikurnar meðan á stjórnarmyndunarviðræður eiga sér stað. Það væri heldur ekkert óeðlilegt að varaformaður flokksins, eini kjördæmakjörni þingmaður flokksins, taki bara við,“

Nú hefur þetta gengið eftir Oddný sagði af sér seinnipartinn í gær eftir fund með Forsetanum og Logi Már Einarsson varaformaður og bæjarfulltrúi á Akureyri er tekin við formannskeflinu í flokknum, Hans býður nú sérlega erfitt hlutverk að reisa við eða leggja niður Samfylkinguna.

Í samtali við RÚV sagði Logi:

„Ég held að það sé klárlega eftirspurn eftir okkar gildum. Það er auðvitað klárt að það eru fleiri flokkar sem halda þeim á lofti fyrir þessar kosningar. Það er út af fyrir sig ánægjuefni. Fyrir liggur að við þurfum að setjast niður og átta okkur á því hvernig við getum getum komið þeim málefnum skýrar á framfæri.“

Logi Már EinarssonEn hver er Logi Már Einarsson? Hann er Akureyringur, innfæddir mundu kalla hann brekkusnigil þar sem hann er alin upp í Norðurbyggð á Akureyri sem er rétt ofan við Sundlaug bæjarins. KA maður í húð og hár og samkvæmt æskufélögum og þeim sem til hans þekkja er Logi drengur góður. Ljóst er að hann hefur lengi verið nokkuð pólitískur og haft skoðanir á því að hægt sé að gera betur í stjórnmálum.

Að lokum er gaman að rifja hér upp nokkrar línur sem Logi Már Einarsson ritaði á blog síðu sína 2. mars 2009 en þar ritar hann.

„Nú eru uppi ríkar kröfur um nýja og ferska sýn á hlutina.  Mikilvægt er að opna glugga Alþingis, hleypa inn ferskum vindum og ræsta út. Pólitík verður héðan í frá ekki rædd í fermetrum af bundnu slitlagi, heldur lykilhugtökum eins og jafnrétti, réttlæti og víðsýni.  Nú er einstakt lag til nýsköpunar og að henni þarf að koma skapandi hugsun.

Alþingi á að endurspegla þarfir og óskir fólksins.  Þess vegna þurfum við  meiri fjölbreyttni á þing;  konur og karla á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn.  En umfram allt hugmyndaríkt fólk, með sjálfstæðar skoðanir, sem þorir að standa gegn flokksræðinu.

Við þurfum líka alþingismenn úr röðum hins almenna borgara. Sem ekki hafa alist upp inni í flokkunum frá 16 ára aldri, lært öll trixin og  klisjurnar .  Sem hafa gengið með þingmann í maganum í 30-40 ár.  Við þurfum fólk sem nógu staðfast til að standa á grundvallarmarkmiðum jafnaðarstefnunnar, en þó nógu víðsýnt til að skoða með opnum hug og tileinka sér hugmyndir, jafnvel þótt þær komi frá fólki úr öðrum flokkum“

Ljóst má vera á þessu að hér er hugsjónamaður á ferð. Verkefnið sem bíður hans er ærið.

Comments

comments