Stöðugt hefur bætt í vind frá því klukkan 7 í morgun. Á skrifandi stundu er varla hundi út sigandi í úthverfum borgarinnar. Stífur vindur og talsvert snjófjúk. Margir foreldrar fóru að ráðum yfirvalda og hafa kosið að vinna að heiman frekar en að leggja út á stræti borgarinnar. Götur í úthverfum eru að byrja að teppast og rétt að hvetja fólk til þess að forðast það að vera á ferli að nauðsynjalausu.

Comments

comments