• Nú um klukka 16:00 er vindur farin að ganga niður á suðvestur horninu. Hinsvegar hefur snjókoman verið að aukast jafnt og þétt. Falleg og þétt hundslappadrífa fellur nú yfir borgarbúa á sama tíma og rökkva tekur. Lykt af kakó og piparkökum leggur um hverfið og eitt og eitt jólalag hljómar í fjarska. Það er afskaplega jólalegt í borginni núna. 

Comments

comments