Þorsteinn Víglundsson

Þorsteinn Víglundsson

Á Alþingi sitja þingmenn þessa dagana og forgangsraða fjármunum sem fólk og fyrirtæki greiða í ríkiskassann á næsta ári. Engin áform eru um að lækka tryggingagjaldið árið 2016 þrátt fyrir að atvinnuleysi sé hverfandi. Það hefur verið 3% síðustu 12 mánuði og fer enn minnkandi, en tryggingagjaldið er svipað og þegar atvinnuleysi var 8-9% á árunum 2009-2010. Árlegt gjald er um 20-25 milljörðum króna hærra en það ætti að vera miðað við stöðuna á vinnumarkaði. Þetta veldur vonbrigðum því gjaldið var hækkað mikið í kjölfar hrunsins til að greiða þeim fjölmörgu sem misstu vinnuna bætur.

Segir í forystugrein Þorsteins Víglundssonar í fréttabréfinu Af vettvangi í nóvember 2015. Greinina má lesa í heild með því að ýta hér.

Comments

comments