Kristján Már Unnarsson

Kristján Már Unnarsson

Nú eru einungis örfáar klukkustundir þar til ferlið að slökkva á vinnslunni í hjá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík hefst. Í góðri úttekt Kristjáns Más Unnarssonar fréttamanns á Stöð 2 í gærkvöldi kom fram í máli Gunnars Tryggvasonar sérfræðings KPMG í orkumálum að það gæti tekið allt að 6 ár að finna nýja kaupendur af þeirri orku sem losnar, ef þeir þá finnast yfir höfuð.
Í grein Viðars Garðarssonar sem birtist á mbl.is/vidskipti fyrr í dag. kemur fram að tap Landsvirkjunar árlega nemur 12,7 milljörðum. Það eru 76,2 milljarðar á 6 ára tímabili. Sem

Viðar Garðarsson

Viðar Garðarsson

Landsvirkjun tapar, því til viðbótar má gera ráð fyrir að ríkissjóður verði af ríflega 20 milljörðum sem eru beinar skatttekjur starfsmanna auk atvinnuleysisbóta sem greiða verður út á þessu tímabilli. Tap Hafnafjarðarbæjar verður rétt tæpir 10 milljarðar á sama tímabili. Því má leiða að líkum að tap þessara aðila nemi rúmlega 100 milljörðum á þessu 6 ára tímabili.

Þegar svona miklir hagsmunir eru undir er skrítið að ríkisstjórnin skuli ekki vera búin að kalla stjórnendur Landsvirkjunar á teppið. Vissulega eru þeir ekki samningsaðili í deilunni en þeir eru ásæða þess að deilan er í hnút og RTA í Straumsvík hefur ákveðið að nota kjaradeilu sína við starfsfólk sem yfirvarp til þess að losna undan kaupskyldu í óhagkvæmum raforkusamningi sem bundin er að öðrum kosti til ársins 2036.

Á Facebook síðu sinni tjáir Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi naglann á höfuðið. Þar segir hann

Vilhjálmur Birgisson

Vilhjálmur Birgisson

„Ég tel að þessi deila snúist alls ekki um verktakavæðingu 40 starfa í mötuneyti og ræstingu, enda sér hver vitiborinn maður að rekstrarafkoma Alcan í Straumsvík ræðst ekki á því hvort takist að lækka laun þessara aðila og spara sér nokkrar milljónir.
Málið að mínum dómi lýtur að nýgerðum raforkusamningi sem forsvarsmenn Alcan gerðu við Landsvirkjun fyrir skemmstu en með þeim samningi versnaði rekstrargrundvöllur fyrirtækisins alverulega.
Málið er að álverksmiðjur í eigu Rio Tinto Alcan í Kanada sömdu nýlega um nýtt raforkuverð við Hydro Québec í Kanada. Þessi samningur lækkaði orkuverðið verulega og tengdi það við heimsmarkaðsverð á áli. Eftir þennan samning kostar raforkan til þess að framleiða eitt tonn af áli í Kanada, 350 bandaríkjadali.
Raforkan sem þarf í framleiðslu á einu tonni af áli í Straumsvík kostar hinsvegar 500 bandaríkjadali sem leiðir af sér að raforka til álframleiðslu er 30% ódýrari í Kanada fyrir Rio Tinto Alcan en raforkan í Straumsvík.
Alcan í Straumsvík er að framleiða um 200 þúsund tonn af áli á ári sem þýðir að Alcan greiðir 13,3 milljarða fyrir raforkuna á ári, samkvæmt nýgerðum samningi við Landsvirkjun. En ef þeir væru hins vegar með sömu kjör og standa til boða í Kanada því væri raforkukostnaðurinn 9,2 milljarðar. Hér munar hvorki meira né minna en 4,1 milljarður sem Alcan þarf að greiða meira en raforkuverðið í Kanada er. Takið eftir þessir 4,1 milljarðar er jafn mikið og allur launakostnaður á síðasta ári!
Þetta er hið raunverulega vandamál, Landsvirkjun er að slátra mjólkurkúnni sinni með því að bjóða ekki samkeppnishæft verð og býðst erlendis og starfsmenn fyrirtækisins eru gerðir af blórabögglum.“

Hér er kjarni málsins. Þessu ferli verður ekki snúið við nema með nýjum raforkusamning sem jafnar samkeppnishæfi álversins í Straumsvík við önnur framleiðsluver Rio Tinto Alcan.

Það er nokkuð merkilegt að ráðamenn skuli vera tilbúnir að tapa ríflega 100 milljörðum í stað þess að gera nýjan raforkusamning sem í mesta lagi kostar 4 milljarða á ári og getur verið tengdur við heimsmarkaðsverð á áli. Þá mundi hann hann hækka sjálfkrafa ef verð á heimsmarkaði hækkar.

Comments

comments