GISamninganefnd starfsmanna í álverinu frestaði fyrirhuguðu verkfalli rétt í þessu. Samkvæmt heimildum er það gert vegna algers viljaleysis eigenda til sátta.

Það er komin upp afar merkileg staða. Verkalýðsfélag lýsir því yfir að ekki sé hægt að semja við fyrirtækið og aflýsir verkfalli. Gylfi Ingvarsson segir „Við höf­um verið í þeirri veg­ferð á ná samn­ing­um en ekki að loka fyr­ir­tæk­inu. Við höf­um aft­ur á móti grun um það [að] fyr­ir­tækið sé að nota þessa deilu til að loka fyr­ir­tæk­inu. Samkvæmt frétt á mbl upplifir starfs­fólk sig sem leik­soppa í hags­munatafli Rio Tinto.  Óánægja og kurr er meðal þeirra starfsmanna sem vildu láta sverfa til stáls.

Samn­inga­nefnd­in sendi frá sér til­kynn­ingu vegna máls­ins á tólfta tím­an­um í gærkvöldi. Hún er svohljóðandi:

„Samn­inga­nefnd starfs­manna í ál­ver­inu í Straums­vík hef­ur tekið ákvörðun um að af­lýsa áður boðuðu verk­falli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Kjara­deil­an er áfram óleyst en ákvörðunin um að af­lýsa verk­fall­inu er tek­in þar sem sýnt þykir að raun­veru­leg­ur samn­ings­vilji sé ekki fyr­ir hendi hjá eig­anda ál­vers­ins, Rio Tinto.

Að mati samn­inga­nefnd­ar­inn­ar er  gagns­laust að halda verk­fall­inu til streitu, enda hafi ít­rekað komið fram hót­an­ir þess efn­is að ál­ver­inu verði lokað og sök­inni þá skellt á starfs­fólkið fyr­ir að sækja lög­bund­inn rétt sinn og kjara­bæt­ur.

Krafa starfs­fólks­ins er og hef­ur alltaf verið skýr. Sam­bæri­leg­ar launa­hækk­an­ir og samið hef­ur verið um á al­menn­um vinnu­markaði  og áréttað er að í eng­um kjara­samn­ing­um hafa starfs­menn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lak­ara launa- og rétt­inda­kerfi. 

Kjara­samn­ing­ur verka­lýðsfé­lag­anna við ISAL hef­ur tryggt fyr­ir­tæk­inu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfs­fólki. Það er því starfs­fólk­inu þung­bært að upp­lifa sig sem leik­soppa í hags­munatafli Rio Tinto gegn launa­fólki víðsveg­ar um heim­inn.“

 

Comments

comments