GunnarTryggvason verkefnisstjóri KPMG

GunnarTryggvason verkefnisstjóri KPMG

Á ársfundi Samáls í síðasta mánuði var Gunnar Tryggvason sérfræðingur frá KPMG með erindi og fór hann yfir marga þætti í því erindi. Tvær glærur voru um flutningskostnað raforku til stórnotenda. Bar hann saman flutningskostnaðinn hér á landi við Þýskaland, Noreg og Svíþjóð. Lagði hann áherslu á að samanburður væri erfiður og sýndi þessar glærur máli sínu til stuðnings.

2016-06-01

Verð eru í evrum og sést að í þýskalandi er flutningskostnaður €10 á MWh, €7,71 hér á landi, €4,31 í Noregi og €3,44 í Svíþjóð. En ef rýnt er í tölurnar og reiknað hvað flutningur kostar í Noregi samanborið kostnaðinn hér á landi til stórnotenda og samaburður tekinn á kaupanda sem er með 500 MW samning, þá lítur myndin svona út:

2016-06-01 (1) Hér er reiknað með afhendingu allan ársins hring og 100% nýting á orkunni reiknað yfir í USD. Kemur þá í ljós að orkuflutningurinn er $6,36 á MWh hér á landi en $1,92 á MWh í Noregi eða rúmlega þrefaldur verðmunur. Þetta er töluvert á skjön við það sem kemur fram í Viðskiptablaðinu 1. júní en þar er frétt um að flutningskostnaður raforku hér á landi til stórnotenda sé undir meðallagi Evrópu og blaðið segir.

Flutningsgjald á raforku til stórnotenda á Íslandi er rúmar 5 evrur á megavattstund, sem er undir meðaltali í Evrópu, en það er rúmlega 7 evrur á megavattsttund. Hæst eru flutningsgjöldin á Kýpur eða rúmar 16 evrur.

Er merkilegt hvað frétt Viðskiptablaðsins er ólík og með allt aðrar tölur en í því erindi sem Gunnar Tryggvason sýnir og því eðlilegt að skoða þetta nánar. Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðarráðherra kom inná flutningskostnaðinn  í ræðu sinni á Samáls fundinum.Þar nefndi hún að hafin sé greining á framtíðarfyrirkomulagi flutnings á raforku og samanburð á flutningskostnaði á Íslandi og í Noregi. Sé það gert til að skapa áliðnaði samkeppnishæft umhverfi hér á landi. Þykir það líklegt að Gunnar Tryggvason sé að vinna að málinu og kunni betur að reikna og lesa tölur en Viðskiptablaðið.

Comments

comments