Í nýrri rannsókn sem unnin hjá Háskólunum í Illinois og Arizona í Bandaríkjunum kemur fram að sjálfkeyrandi bílar muni hafa verulega jákvæð áhrif á umferðarmynstur, myndun umferðarhnúta og sparneytni. Rannsókninni var sérstaklega ætlað að meta hvort að notkun á sjálfkeyrandi bílum hefði jákvæð áhrif á umferðarhnúta og það dularfulla fyrirbæri þegar að umferðin er mikil og hún þarf að stoppa og taka af stað stöðugt án þess að á því sé augljós skýring. Þetta er atferli sem íbúar höfuðborgarsvæðisins eru orðnir nokkuð kunnugir.

Tilraunin var framkvæmd þannig að um 20 bifreiðar voru látnar keyra í hringi á eftir hver annarri  á u.þ.b. 25 km hraða. Ökumönnum voru gefnar nokkrar einfaldar leiðbeiningar.  Keyrðu eins og þegar þú ert í umferðarhnút, eltu bílinn fyrir framan án þess að dragast afturúr, ekki taka framúr, ekki keyra á bílinn fyrir framan, gættu ávallt fyllsta öryggis, legðu áherslu á að ná bílnum fyrir framan ef of stórt bil fer að myndast.

Í einum af þessum 20 bílum var ökumaður sem bara fékk að stýra. Að stoppa og taka af stað var framkvæmt með gerfigreindar skriðstilli (e.  intelligent cruise control) sem var forrituð til að halda ávallt sömu fjarlægð í bílinn fyrir framan.

Það sem kom rannsakendum mest á óvart var að þessi eini bíll af 20 hafði umtalsverð áhrif á heildina. Þannig breyttist umferðarmynstrið og þessi eini bíll dempaði þekktar umferðarsveiflur. Einnig kom á óvart að þessi eini bíll hafði umtalsverð áhrif á hina ökumennina sem fóru að aka jafnar. Áhrifin af þessum eina bíl á hina jöfnuðust á við 40% afkastaaukningu. Þessi rannsókn er talin gefa sterkar vísbendingar um að jafnvel fáir sjálfkeyrandi bílar muni hafa verulega jákvæð áhrif á umferðina með því að minnka tafir í umferðinni með jafnari akstri og auka afköst þannig umferðarmannvirkja.

Fullyrðing Hjálmars Sveinssonar um að „ Ef að 90 þúsund sjálfkeyrandi bílar væru í Ártúnsbrekkunni þá mun það ekki breyta neinu.“ á því ekki við rök að styðjast.

Meðfygjandi er myndband frá tilrauninni.

Comments

comments