Sveinn Óskar Sigurðsson sem reglulega ritar blog pistla á pressuna skrifaði í vor áhugaverðan pistil sem hann kallar „Mestu skattsvik sögunnar. Þar rekur hann aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar ráðuneyti og dregur fram í dagsljósið hvernig þetta fólk kom því fyrir að fjármálastofnanir hirtu fé af almennum borgurum í stórum stíl.

„Mestu skattsvik sögunnar áttu sér stað í tíð síðustu ríkisstjórnar vinstri manna, ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ekki hefur RÚV séð ástæðu til að fjalla um það í Kastljósi sínu.

Þáverandi fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar ásamt aðstoðarmönnum þeirra bjuggu til eigið fé í bönkum dagsins í dag með því að hirða fé af skattgreiðendum með ,,hækkun í hafi“ um allt Ísland og jafnvel á erlendri grundu. Margir drukknuðu í þessu syndaflóði vinstri aflanna í landinu en öðrum var bjargað og voru ,,þeir útvöldu“.“

Sveinn rekur hvernig bankakerfinu var gefið veiðileyfi á heimilin og fyrirtæki landsins. Hann skrifar:

„Þeir sem að stærsta undanskotinu stóðu seldu fyrirtæki, eftir ormahreinsun, til sömu aðila og áttu þau fyrir hrun. Félögin voru oft seld á háum verðum, utan frjáls markaðar og í stað þess að fella niður lánin sem var eðlilegasti framgangsmátinn m.v. hrun á mörkuðum. Það var ekki gert því annars hefðu fyrirtækin þurft að taka slíkar ,,tekjur“ í gegnum rekstrarreikning félaganna og greiða skatt til samneyslunnar af þessari niðurfellingu áður en leiðréttingin næði inn á efnahagsreikning þessara ,,úrvalsfyrirtækja“. Gerir almenningur sér grein fyrir þessu og hve miklir fjármunir voru þarna í húfi?

Þetta verklag var væntanlega stundað og stjórnað af fjármálaráðherra og formanni VG, núverandi þingmanni VG með stuðningi núverandi formanns VG. Þetta var unnið af núverandi formanni Samfylkingarinnar sem og þeim fyrrverandi í tíð ríkisstjórnar þess hins sama, þ.e. Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta er allt falið í gögnum sem hafa ekki verið birt fyrir almenningi á Íslandi.

Allt tal um afslandseyjar í dag eru hjóm eitt þegar kemur að uppgjöri á okkar eigin aflandseyju, þ.e. Íslandi.“

Sveinn bendir á vinahyglina og spillinguna sem var í gangi á þessum tíma og hvað í raun var að gerast í og eftir einkavæðingu bankanna hina síðari eins og Vigdís Hauksdóttir hefur kallað þetta.

„Pony og Pegasus voru flokkar félaga sem hirt voru frá venjulegu fólki og fjárfestum og sumir misstu allt en aðrir fengu allt og jafnvel gott betur. Margir ráðgjafar úr bönkunum, sem unnu að því að ,,aðstoða“ eigendur þessara félaga, hirtu félögin jafnvel sjálfir vitandi vel um fléttuna, aðförina og skepnuskapinn. Fjölmargir fengu skattaniðurfellingu samhliða ormahreinsun í formi n.k. skuldaþvættis á aflandseyjunni Íslandi. Allt var þetta í boði fyrstu vinstri stjórnarinnar á Íslandi. Gæfulegt?

Í Pony flokkinn féllu félög með veltu undir 1 milljarði, hin fóru í Pegasusflokkinn. Svo var valið úr hvert þessara félaga fengu að lifa af og eftir atvikum valdir eigendur sem fengu einnig að lifa af, nú eða ,,deyja“. Fjölmargir tóku jafnvel eigið líf eftir þetta í orðsins fyllstu merkingu.

Félög voru ekki seld á frjálsum markaði, sbr. Borgun á dögunum, heldur unnið með fyrrverandi eigendum til að fela skipulagða skattasniðgöngu. Bankinn skóf af skuldir og afhenti eignir og fyrirtæki sömu einstaklingum og höfðu áður vélað með sömu bankamönnum að gíra sig upp í topp fyrir hrun.

Hví var þetta ekki skattlagt? Varð hér á landi til skattaskjól fyrir útvalda í boði VG og Samfylkingarinnar? Hvers vegna má ekki gera skjöl vegna þess arna opinber?“

Sveinn tekur líka fyrir umfjöllunina á Panamaskjölunum svokölluðu. Hann skrifar:

„Það að fréttamenn og verktaktakar RÚV hafi þurft að liggja óralengi yfir þessum Panamagögnum, þ.e. í allt að 10 mánuði, vekur sérstaka undrun. Venjulega nægði nokkuð skynsömum einstaklingi að lesa þetta yfir helgi og sjá að þarna væri um að ræða nokkuð þekkt fyrirbæri og þjónusta sem var auglýst í boði hér á landi um árabil. Þetta var og er þekkt þjónusta í fjármálaheiminum og í flestum tilvikum ekkert við hana að athuga gefi menn þetta allt upp til skatts.

Eru menn að segja að menn hefðu ekki þekkt til Panama?

Sem dæmi auglýsti banki slíka þjónustu sem núverandi formaður Samfylkingarinnar sat í stjórn hjá á sínum tíma. Þá var fjör og þá var gaman en nú safna menn bara skeggi og eru úfnir. Allt er þetta gert til að líta út eins og forseti ASÍ, skapa ímynd byltingarmannsins og baráttumanns almúgans. Selur það virkilega?“

Sigurður er ómyrkur í máli og gerir því skóna að það að ráðast gegn almenningi á íslandi líkt og vinstristjórnin gerði hafi verið launað með því að láta skuldir þessara flokka lækka.

„Má ætla að gamli Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn hafi fengið ansi mikið niðurfellt en hvernig hurfu þessar skuldir flokka sem voru með allt í ,,skrúfunni“ fyrir hrun? Svo virðist sem enginn hafi lengur áhyggjur af þessum skuldum.“

Sigurður furðar sig á því hversvegna gögnin í málinu eru ekki gerð opinber

„Það var einmitt hér á Íslandi sem mestu skattsvik Íslandssögunnar áttu sér stað. Þetta var og er mesta aðför sem farin hefur verið frá upphafi byggðar á Íslandi gegn hagsmunum almennings í landinu.

Þeir fjármunir sem þar hurfu frá einstaklingum, fyrirtækjum og skattgreiðendum voru gífurlega miklir og gögnin frá Tortóla blikna við hliðina á þessari skelfingu sem fáir virðast opna augun sín fyrir. Hvers vegna eru þessi gögn ekki gerð opinber? Er það vegna þess að það er gjörsamlega óverjanlegt hvaða pólitísku og efnahagslegu glæpaverk voru þar framin gagnvart Íslendingum?

Það er einmitt það sem vinstri stjórnin gerði sem er óverjanlegt með öllu og svik við almenning á Íslandi.“

 

Grein Sigurðar í heild má finna hér á þessum hlekk.

Comments

comments