Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ofgreiddi skatta vegna félags síns Wintris. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar en nefndin kvað upp úrskurð sinn 22. september síðastliðinn. Úrskurðurinn var birtur nú fyrir nýliðna helgi.

Í úrskurði nefndarinnar segir að tekjur „íslenskra skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði væru með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.“ Þyrfti það að koma sérstaklega fram í lögum ef það ætti ekki að eiga við um færslu gengismunar. Kröfur Önnu voru því teknar til greina.

Yfirskattanefnd hefur með úrskurði sínum staðfest það sem þau hjón hafa ætíð haldið fram að í kringum félagið Wintris voru engin skattaundanskot heldur þvert á móti voru skattar vegna félagsins ofgreiddir. Þetta setur herferð RÚV gagnvart þeim hjónum í einkennilegt uppnám og staðfestir að upphlaup fréttastofu RÚV gagnvart veitingahúsinu Shanghæ á Akureyri er langt frá því að vera einsdæmi.

Það hefur verið nokkuð merkilegt að fylgjast með þeim fjölmiðlum í morgun sem fóru mikinn þegar aðförin að Sigmundi og eiginkonu hans stóð sem hæðst. Rúv lummar inn frétt undir fyrirsögninni „Skattar eiginkonu Sigmundar leiðréttir“ engin afsökun eða auðmýkt í gangi á þeim bænum.

Kjarninn gerir enn betur og slær upp fyrirsögninni „Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur“ öllum má vera ljóst að hér er Kjarninn að snúa út úr sannleikanum. Staðreyndin er að Wintris ofgreiddi skatta. Það er niðurstaða Yfirskattanefndar. Vissulega er það ekki í samræmi við lög og reglur þegar maður greiðir of háa skatta. En það að greiða keisaranun meira en honum ber er ekki refsivert. Orðhengilsháttur Kjarnamanna í þessu samhengi er sláandi, upp í hugann kemur gamla góða máltækið „Árinni kennir illur ræðari“

Myndin sem fylgir þessum texta er skjáskot af vef Kjarnans tekið 2. október 2017 klukkan 13:20

Comments

comments