„Ég trúi því ekki að menn láti þetta trufla sig ef þeir eru á annað borð komn­ir í al­vöru viðræður og bún­ir að koma sér niður á lausn­ir í stærstu mál­um.“

Seg­ir Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og vís­ar til viðræðna Sjálf­stæðis­flokks, Viðreis nar og Bjartr­ar framtíðar á mbl.is í morgun

„Ég veit hins veg­ar ekki hversu langt er búið að vinna þau mál eða hvort það er ein­hvers staðar hnút­ur í þeim viðræðum.“

Morgunblaðið upplýsti um það í gær að for­ystu­menn Fram­sókn­ar­flokks og VG hefðu átt sam­töl um hvort flokk­ar þeirra gætu sam­an verið val­kost­ur í stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hefðu þeir sett punkta á blað sem væru grund­völl­ur viðræðna.

„Þetta er nú svo­lítið seint fram komið hjá þeim. Ég veit ekki bet­ur en VG hafi hafnað okk­ur í heil­ar sex vik­ur eða svo. Ég á ekki von á að Bjarni láti þetta trufla sig. Menn reyna að klára þetta og annað hvort tekst það eða tekst ekki,“

seg­ir Brynj­ar í samtalið við Morgunblaðið.

Comments

comments