Að kvöldi Nýársdags flutti Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur veðurfréttir í Sjónvarpinu. Þar kvað við alveg nýja tón í veðurfréttamennsku þegar hann öllum á óvart fór að hvetja til sniðgöngu á vörum framleiddum í Kína. Rökin fyrir þessu útspili veðurfræðingsins eru áhyggjur hans af loftslagsmálum. Það er í sjálfu sér gott að fólk láti sér annt um umhverfi sitt.

Þetta er mjög merkilegt í því ljósi að atburðir sem sem hafa orðið innan veggja RÚV á síðasta ári hafa kveikt áhyggjur víða í samfélaginu um að stofnunin sé í raun stjórnlaus. Þar innan dyra vaði starfsfólk fram með eigin pólitískar skoðanir og virði ekki þær hlutleysis- og siðareglur sem stofnunin hefur sett.

Þó ekki þurfi að efast um það tilgangur veðurfræðingsins var góður og málstaðurinn líka, er það ekki hans hlutverk að koma fram í Sjónvarpi allra landsmanna með pólitískar yfirlýsingar. Þetta er misnotkun á miðlinum og góður málstaður breytir því ekki.

Næstu dagar koma svo til með að leiða í ljós hvort stjórnendur stofnunarinnar munu láta þetta óátalið.

Veðurfréttir að kvöldi Nýársdags
Skjáskot af RUV.is

Comments

comments