3. febrúar 2010, fyrir sléttum sjö árum var gengi Icelandair 2,8. Í augnablikinu er gengið 16,2 og hefur aðeins hækkað í dag. Þetta er hækkun um 478% á sjö árum. Á árunum eftir hrun var Icelandair eitt af fáum félögum sem hægt var að eiga viðskipti með í kauphöllinni og því ekki óhugsandi að einhverskonar bólga hafi átt sér stað í væntingum þeirra sem þar kaupa og selja bréf.

Icelandair Group sendi frá sér afkomuviðvörun síðasta þriðjudag þar sem sagði að EBITA mundi lækka úr 24 milljörðum í 17 milljarða. Fjárfestar fengu við þessar fréttir kalda fætur og eru að falbjóða bréf sín hver sem betur getur. Markaðsvirðið lækkaði um 25 milljarða á einum degil eða um 25%. Matsverð félagsins er þá nálægt því að vera 100 milljarðar. Rétt er að hugleiða það að sömu aðilar mátu Icelandair á um 195 milljarða  2016 þegar virði félagsins var hvað hæst.

Stærstu hluthafar Icelandair eru lífeyrissjóðir en þeir eiga samanlagt meira en helmingshlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafinn með 14,7 prósenta hlut og því hefur þessi hlutabréfalækkun rýrt verulega verðmæti eignarhlutar sjóðsins í félaginu. Þegar gengi bréfa Icelandair var í hæstu hæðum nam virði þess hlutar sem sjóðurinn átti um 29 milljörðum en við lokun markaða í gær var markaðsverðmæti hans komið niður í rúmlega tólf milljarða króna.

Margt bendir til þess að markaðurinn sé í kjölfar afkomuviðvörunnar að leiðrétta fyrir þeim ofurvæntingum sem lengi höfðu verið í kringum félagið og vöxt þess. Ljóst er að félagið stendur styrkum fótum þrátt fyrir þá staðreynd að félagið mætir sífellt aukinni samkeppni. En félagið hefur ekki brugðist við sakeppninni á sannfærandi hátt. Skrítnar ákvarðanir eins og að minnka farangursþjónustu sem er partur af aðgreiningu og þjónustu umfram það sem margir af samkeppnisaðilum félagsins bjóða,  mun einungis auka vandræði og fækka bókunum inn í framtíðina.

 

Comments

comments