Ég velti því fyrir mér hvort ekki þarf að fara fram ítarleg úttekt á því hvort þessi gríðarlega styrking á íslensku krónunni sé að skila sér að öllu leyti í lækkuðu vöruverði til neytenda eins og hún á að gera.

Allir neytendur þekkja það að þegar krónan fellur eða sígur niður um einhver prósent þá stendur ekki á verslun og þjónustu að hækka vöruverð og það nánast samdægurs.

Það er alla vega morgunljóst að það er full þörf á að það verði kannað ítarlega hvort þessi mikla styrking krónunnar sé að skila sér til neytenda en munið að þegar krónan fellur og vöruverð hækkar með skelfilegum afleiðingum á verðtryggðar skuldir heimilanna þá munu Salek snillingarnir kenna launahækkunum launafólks um. Munið þessi orð mín!

Comments

comments