model-s-hong-kongÍ upphafi skyldi endinn skoða er gamalt og gott máltæki sem stöðugt þarf að hafa í huga. Nú hefur komið í ljós að rafmagnsbílar eins og Tesla menga meira en hefðbundnir bensínbílar á stöðum þar sem raforka er framleidd með jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur komið í ljós í Hong Kong og fréttaveitan Bloomberg skýrði frá.

En hvernig má þetta vera? Jú, það rafmagn sem bílarn­ir eru knúnir með er framleitt með brennslu kola og náttúrulegs gass. Til dæmis er um helming­ur þess rafmagns sem framleitt er í Hong Kong framleitt með brennslu kola. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að akstur rafmagnsbíla í Hong Kong leiðir af sér 20 prósent meiri mengun en ef bensínbílar væru notaðir í staðin.  Því er enginn ávinningur fólginn í því að nota rafmagns­ bíla í Hong Kong. Þetta á við um marga aðra staði í heiminum.

Í Hong Kong er stefnan að minnka notkun kola við rafmagnsfram­ leiðslu og er markmiðið við lok þessa áratugar að 50 prósent ork­unnar komi frá brennslu náttúru­legs gass. Í Hong Kong eru nú um 4.000 rafmagnsbílar á götum borgarinnar og hafa eigendur þeirra hafa notið endurgreiðslu frá ríkinu við kaup á þeim. Þetta skýtur skökku við því átak þetta hefur engu skil­að til að minnka mengun í land­inu. Þvert á móti hefur þessi niðurgreiðsla kostað sameiginlega sjóði Hong Kong búa gríðarlegar upphæðir.

Ástandið í Hong Kong hvað varðar notkun kola til raf­magnsframleiðslu er slæmt. En það er ennþá verra í Kína. Þar er 60 prósent af rafmagnsframleiðslu fengin með brennslu kola með tilheyrandi mengun. Því má segja að það sé ekki til neins að nota rafmagns­ bíla í landinu þó svo að margir bílaframleiðendur þar leggi mikla áherslu á framleiðslu þeirra. Því ættu rafmagnsbílar fyrst og fremst að vera seldir til landa þar sem rafmagnsfram­ leiðsla fer fram með umhverfis­ vænum hætti. Svo sem hér á Íslandi.

Því má segja að rafmagnsbílar eru ekki umhverfisvænni en aðrir bílar nema í þeim tilfellum þar sem hægt er að nýta umhverfisvæna orkukosti.

 

Comments

comments