Í Bretlandi var í vikunni kveikt á fyrsta samrunaofninum (Fusion reactor) sem er þar í þróun. Tilraunin tókst vel og eru aðstandendur verkefnisins mjög bjartsýnir á framhaldið.

Þessi samrunaofn er kallaður ST40 og er hann af svokallaðri Tokamark gerð frá fyrirtækinu Tokamak Energy. Markmiðið er að þessi samrunaofn getir hitað plasma (rafgas) upp í 100 milljón Celsíus gráður á árinu 2018. Það er sjö sinnum heitara en kjarni sólarinnar. Við það hitastig er talið víst að samrunaferli Tritium og Deuterium sem eru vetnisatóm muni renna saman og mynda Helium, við þetta myndast óendanleg uppspretta af orku sem er hrein.

David Kingham forstjóri Tokamak Energy segir að samrunaorka verði raunhæf innan nokkurra ára en ekki áratuga. Þessi tækni mun skapa endalausa orku á viðráðanlegu verði og losunarvandamál tengd gróðurhúsalofttegundum verða úr sögunni.

Ólíkt kjarnorkunni sem við þekkjum þá er orkuframleiðsla með samrunatækni byggð á því að sameina atóm í stað þess að sundra þeim. Allt sem þarf er vatn og örlítið af salti, úrgangurinn er síðan lofttegundin Helíum. Þetta er gert með öflugum seglum sem stjórna rafgasi sem er hitað upp í ótrúlegar hitatölur eða 100 milljón gráður. Talsmenn Tokamark Energy segja markmiðið að Bretland hafi endalausa orkuuppsprettu árið 2030.

Stórir áfangar hafa náðst í samrunatækni síðustu ár. Má þar nefna sérstaklega tilraunir vísindamanna hjá MIT  sem að náðu nýjum áfanga í þrýstingi á rafgasi í desember síðastliðnum. Nýlega náðu síðan vísindamenn frá Suður Kóreu að hita rafgas upp í 300 milljón gráðu hita á Celsíus skala í um 70 sekúndur. Þjóðverjar hafa gert sig gildandi í samrunatilraunum og eiga þeir samrunaofn sem kallaður er Wendelstein 7-X stellerator en með honum hafa þeir náð að stjórna rafgasi betur en aðrir hingað til.

Nú svo má ekki gleyma því að við Íslendingar eigum einn fremsta vísindamann heimsins á þessu sviði sem er Sveinn Ólafsson rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands. Sveinn ásamt Leif Holmlind hefur verið að setja fram kenningar á þessu sviði sem eru taldar marka tímamót í orkuöflun heimsins.

Hér fyrri neðan er stutt myndband um ST40 frá Tokamak Energy.

 

Comments

comments