13041046_1585243491767550_6203320444401014722_oVilhjálmur er nokkuð glöggur maður og bendir oft á augljósar staðreyndir. Hér segir hann um olíuverðið í dag:

Getur verið að olíufélögin séu ekki að skila lækkun á olíuverði til neytenda til samræmis við lækkun á heimsmarkaði á olíu og bensíni?

Mér reknast til að heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um 21% frá 1. júlí og samhliða þeirri miklu lækkun hefur dollarinn lækkað um 3.5% á sama tíma, en eins og flestir vita er dollarinn í aðalhlutverki þegar verslað er með olíu erlendis frá.

Á sama tíma og þessi gríðarlega lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu er búin að eiga sér stað og lækkun dollarans þá hafa olíufélagin að mér sýnist einungis lækkað verð á bensíni um ca 3,5-4% Því spyr ég enn og aftur getur verið að olíufélögin séu ekki að skila þessum lækkunum til neytenda?

 

Comments

comments