Ekki þarf að koma á óvart að morgunútvarp Rásar 2 var með umfjöllun um skattamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans. En val á viðmælanda sýnir enn og aftur að stofnunin er komin alveg fram úr sjálfum sér í þeim skrípaleika að þykjast gæta hlutleysis eða sanngirni. Í stefnu RÚV segir:

„Starfsfólk sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni eða dagskrárgerð sannreynir að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum.“

Viðmælandi morgunvaktarinnar þennan morguninn var Indriði G. Þorláksson,  fyrrverandi ríkisskattstjóri, þrátt fyrir að Indriði hafi gengt embætti ríkisskattstjóra um hríð er öllum ljóst að hann hefur verulegra hagsmuna að gæta sem starfsmaður Steingríms J. Sigfússonar frá því að reynt var að fá þjóðina til þess að kokgleypa Icesave I,II og III. Síðan þá hefur Indriði þessi ítrekað sýnt með málflutningi sínum og greinarskrifum að hann leggur sérstakt hatur á Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem ásamt öðru góðu fólki  kom í veg fyrir embættisafglöp sama Indriða.

Þetta val á viðmælanda er móðgun við þá sem vilja að RÚV starfi eftir þeirri stefnu sem þar hefur verið mörkuð.

 

Comments

comments