Volvo S90 er að koma á markað á árinu 2016. Þetta er bíll sem á að keppa við lúxusbíla frá Audi, BMW og Bens. Þetta er sérlega áhugaverður bíll á marga vegu, sem er rennilegur og formfagur.  Sérstaklega vekur T8 plugin hybrid útgáfan sem býður upp á rafmagn og bensínvél mikla athygli.  Þessi útgáfa er lítil 316 hestöfl (Bhp). Bíllinn ber engin bifreiðagjöld og væri í lægra VSK þrepi ef reglur hérlendis verða óbreyttar.  Hann ætti því að vera á mjög hagstæðu verði hér á landi þegar hann kemur á næsta ári.  Langbaks útgáfa er svo í vændum uppúr miðju næsta ári.

Grunnverð í Þýskalandi er áætlað um 40.000 Evrur sem þýðir innan við 7 milljónir hér á landi. Brimborg umboðsaðili Volvo hér á landi hefur þó ekki gefið út verð á þessum bíl svo vitað sé.

Volvo s90 4 Volvo s90 3 Volvo s90 2 Volvo s90

Comments

comments