Síðustu árin hafa verið miklar kröfur um að byggðar séu litlar íbúðir. Veggnum lék því forvitni á að vita hve margir íbúðir væru til sölu í Reykjavík 60 fm eða minni og kannað málið hjá fasteignavefum mbl.is og visir.is. Þær eru samtals 31. Tvær ef þeim eru þriggja herbergja, 18 eru 2 herbergja og 11 eins herbergja. Meirihluti þeirra sem eru eins herbergja eru ósamþykktar samkvæmt auglýsingu.  Nítján íbúðanna eru í póstnúmeri 101, þrjár í póstnúmeri 104, sjö í póstnúmeri 105 og tvær í póstnúmeri 107.

Mikill munur er á verði eigna en fermetraverð er frá 500 þúsund til 1200 þúsund á fermetra.

Í töflunni hér er hægt að sjá póstnúmer, ásett söluverð í milljónum, fermetrastærð og herbergjafjölda á íbúðunum sem auglýstar eru 3. janúar 2017:

póstnr. verð fm herb.fj. póstnr. verð fm herb.fj.
101 15,5 30,1 1 104 16,5 33 1
101 15,9 21,6 1 104 22,9 36 2
101 16,9 18,9 1 104 26,5 47,6 2
101 18 27,4 2 105 15,9 24,1 1
101 23,5 41 1 105 16,9 27 1
101 23,9 40,5 1 105 23,2 46,5 2
101 24,9 41,8 1 105 23,9 44,5 2
101 26 36,9 2 105 25,5 21,1 2
101 26,9 40,7 1 105 26,9 52,8 2
101 27,9 54 2 105 30 59,5 2
101 28,9 54,2 2 107 24,9 41,4 2
101 29,5 44,3 1 107 32,9 50,1 3
101 29,8 44,7 2
101 29,9 44,1 2
101 31,5 49,7 2
101 32,7 57,7 2
101 33,9 51,1 2
101 34,9 51 2
101 39,9 57,6 3

 

 

 

Comments

comments