Hróbjartur Jónatansson lögmaður
Skjáskot RÚV

Í Morgunblaðinu í gær 3. janúar 2017 er  grein eftir Hróbjart Jónatansson lögmann um skipan borgarstjórnar Reykjavíkur. Þar bendir Hróbjartur á þá staðreynd að sú skipan sem er á borgarstjórn Reykjavíkur er gjörsamlega óásættanleg fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem búa austan Elliðaár. Þessi hópur telur um 57 þúsund manns.

Hróbjartur rekur í grein sinni hvernig Reykjavíkurborg sá  ekki ástæðu til að taka þátt í þjónustukönnun Gallup í ár og mæla viðhorf borgarbúa til þess hvernig borgin sinnir íbúunum sínum. Líklegasta ástæðan er sú að borgin tók þátt í könnuninni á síðasta ári og kom illa út úr þeim mælingum og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur því að líkindum ákveðið að hætta að mæla óánægju borgarbúa til þess eins að kunngera hana almenningi. Þessi ákvörðun borgarinnar minnir um margt á hegðun strútsins sem stingur höfðinu í sandinn í stað þess að takast á við þau verkefni sem við blasa.

Hróbjartur bendir á þá staðreynd að af 15 borgarfulltrúum Reykjavíkur er 10 sem búa í póstnúmerum 101 og 107. Ef borgarstjórnarmeirihlutinn er skoðaður sérstaklega þá eru 7 af níu fulltrúum hans búsettir í mið- og vesturbæ borgarinnar og allir fulltrúar meirihlutans búa vestan Elliðaár. Íbúar í efribyggðum borgarinnar upplifa sig bæði sambandslausa og afskipta í samskiptum sínum við borgarkerfið.

Grípum aðeins inn í niðurlagið á grein Hróbjarts:

„Fyrir liggur að borgarfulltrúum í Reykjavík mun brátt verða fjölgað úr 15 í 21. Í sama kosningafyrirkomulagi um val á borgarfulltrúum og nú gildir er líklegra en ella að þeir komi að miklum meirihluta úr vesturhluta borgarinnar. Það væri auðvitað óásættanlegt fyrir þá sem byggja hinn miklu fjölmennari austari hluta hennar. Það eru sýni- lega tvær augljósar leiðir til að leið- rétta þetta ójafnvægi; Annað hvort að búta Reykjavík í sundur í smærri sveitarfélög þannig að til að mynda Breiðholtið og Grafarvogur og álíka fjölmennir borgarhlutar fengju að stjórna sínu nærsam- félagi sjálfir. Þá byggju íbúar borg- arinnar við sama íbúalýðræði og áð- urgreind nágrannasveitarfélög. Hinn kosturinn, sem er líklega raunhæfari, að kjördæmavæða Reykjavík og hvert kjördæmi borg- arinnar fengi þá hlutfallslegan fjölda fulltrúa í borgarstjórn miðað við íbúafjölda þess. Að frátöldum þessum leiðum, þá er væntanlega aðeins eftir sá kostur að fólk í stærstu hverfum borgarinnar taki sig til og hafni þessum hefðbundnu framboðum í nafni stjórnmálaflokk- anna og bjóði fram sína hverfislista. Eins og fyrirkomulagið er núna er augljóst að verulegur lýðræðishalli er í borginni sem þarf að minnka án tafar.“

Grein Hróbjarts hefur vakið verðskuldaða athygli og umræða um hana á Facebook er nokkur. Einn af þeim sem hafa tjáð sig er Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður en hann skrifar:

„Þó ég hafi kosið að eiga ekki lögheimili í Reykjavik sl. 10 ár get ég tekið undir það með Hróbjarti að sú skipan sem er á borgarstjórn Reykjavíkur er algjörlega óásættanleg fyrir þá liðlega 57 þúsund íbúa Reykjavíkur sem búa austan Elliðaár. Úthverfa íbúar ættu að taka sig saman fyrir næstu borgarstjórnar kosningar og bjóða fram sérstaka lista svo hagsmuna þeirra sem borgarbúa verði gætt og komið í veg fyrir að pólitískir atvinnuborgarfulltrúar búi til embætti, nefndir og ráð til að hlaða undir sig og tryggja völd sín. Hlutverk sveitastjórna er lögboðið og í raun ekkert rúm fyrir tilraunastarfsemi hvers kyns.“

 

Comments

comments