Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson setur inn á fésbókina skoðun sína á húsnæðisfumvörpum ríkisstjórnarinnar. Telur hann að Alþingi beri að leysa vandann og samþykkja umdeild frumvörp velferðarráðherra. Viðurkennir hann vandann og segir. „Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg og kallar á aðgerðir – og það strax“. Talar hann svo um frumvörpin sem góð og gild en horfir ekkert til þeirra athugasemda sem senda hafa verið inn og gagnrýna frumvörpin harðlega.
Dagur minnist ekki einu orði á það að húsnæðisvandinn í Reykjavík er honum að kenna. Á árinu 2010 hætti borgin að fjölga félagslegum íbúðum. Félagsbústaðir áttu í október 2015 jafn margar leiguíbúðir og 2009. Uppsafnaður vandi félagsbústaða er mikill og eru þar rúmlega 500 manns í verulegum vanda.
Félagsstofnun stúdenta hefur talað um að það þurfi 1000 íbúðir undir stúdenta en þar hafa ekki fengist lóðir undir byggingar. Hefði Borgarstjóri staðið sig í stykkinu og úthlutað lóðum og keypt félagslegar íbúðir einsog hann lofaði þá væri vandinn mun minni og viðráðanlegri en hann er í dag.
Til viðbótar þessu hefur hann ekki verið að úthluta lóðum til nýbygginga en talar mikið um lóðir í eigu annara félaga sem fara að stærstum hluta til uppbygginga hótela.
Þegar borgarstjóri segir Vilhjálm fara með innihaldslausa frasa þá satt best að segja er hann búin að ná nýrri lægð sem er í réttu hlutfalli við fylgi Samfylkingarinnar.

Comments

comments