Norski olíusjóðurinn er stærsti hlutabréfasjóður í heimi og er til þess stofnaður að koma olíugróða Norðmanna í öruggt skjól og minnka þennslu innanlands. Hefur það vakið alþjóðlega eftirtekt þegar þeir færa sig til með hlutabréf sín. Hafa þeir mótað mjög sterka eigendastefnu þar sem þeir fjárfesta ekki í fyrirtækjum sem hafa vafasama stjórnun eðat börn í vinnu til dæmis. Núna hafa þeir að selt sig út úr kolaorkuverum og á síðasta ári seldu þeir sig út úr 72 verum. Rök þeirra eru að orkuverin eru að losa of mikið af CO2 og þess vegna selja þeir sig þar út. Veggurinn hefur heyrt að ástæðan gæti verið tilraunir Norðmanna með Þóríum kjarnorkuver sem mun gera kolaorkuver verðlaus.
Hægt er að nálgast frétt á Aftenposten hér.
kolaorkuver

Comments

comments