Miklar skemmdir á götum borgarinnar

Miklar skemmdir á götum borgarinnar

Ástandið á gatnakerfi Reykjavíkur er afleitt um þessar mundir og líklega ívið verra en í fyrra, og fer dagversnandi. Götur eru víða að grotna niður og miklar brotholur hafa fengið að myndast í malbikið mjög víða. Hverfisgatan sem hefur reyndar verið endurnýjuð í áföngum að mestu leyti, er í afleitu ástandi og orðin illfær á köflum fyrir venjulega fólksbíla .

Bifreiðaeigendur sitja uppi með tjón sín í mörgum tilfellum þar sem lög gera ráð fyrir að veg­hald­ari þurfi að vita af hol­un­um til þess að hann sé bóta­skyld­ur. Til þess að tjón fáist bætt þarf að vera búið að tilkynna um viðkomandi skemmd eða holu til veghaldara. Í mjög mörgum tilfellum er misbrestur á því. Vega­gerðinni sem er stærsti veg­hald­ari á Höfuðborg­ar­svæðinu bár­ust um 200 til­kynn­ing­ar vegna slíkra skemmda síðasta vet­ur og nán­ast eng­inn fékk tjón sitt bætt.

FÍB  telur að ábyrgð veg­hald­ara hér á landi sé veik­ari en í lönd­um sem við ber­um okk­ur oftast sam­an við. Til þess að bregðast við því er fé­lagið að látið hanna fyr­ir sig app þar sem öku­menn geta sent inn mynd­ir af hol­um ásamt staðsetn­ingu og verður þá haldið utan um þær til­kynn­ing­ar sem send­ar eru til veg­hald­ara. Reiknað er með því að þetta app verði tilbúið síðar í mánuðnum.

Rétt er að hvetja ökumenn til þess að ná í þetta app þegar það verður tilbúið og vera duglegir að tilkynna um skemmdir í gatnakerfinu.

Comments

comments