KSI

Jú jú við lutum í gras í gærkvöld, en við getum verið alveg sérlega stolt af þessu liði okkar. Árangurinn var langt umfram björtustu væntingar. Og það sem var enn ánægjulegra var að nú vaknaði þjóðin upp og stóð sem klettur við bakið á okkar mönnum.

Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem þetta afrek á eftir að hafa á þjóðina í heild en ljóst er að þau eru varanleg. Fyrir utan það að sameina þjóðina þá er sú jákvæða umfjöllun sem verið hefur í kringum þátttöku okkar á þessu móti algerlega ómetanleg fyrir þjóðarbúið. Við þjóðin eigum eftir að njóta þess á næstu árum ríkulega.

Til hamingju með árangurinn KSÍ,

Comments

comments