Páll Bragi ritar á Facebook:

BISKUPINN LÆTUR LOKSINS TIL SÍN TAKA Í SAMFÉLAGINU

„Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur ákveðið að stofna til deilna við þá sem framkvæma útlendingalögin. Hún lagði blessun sína yfir að hælisleitendum yrði boðið í Laugarneskirkju í von um að það mundi hindra lögreglumenn við skyldustörf þeirra og kýs að taka undir með þeim sem vega síðan að lögreglumönnunum fyrir hvernig þeir stóðu að verki þegar þeir neyddust til að beita valdi.“
„Biskup hefur tekið undir ásakanir á hendur Útlendingastofnun og nú er lögreglan skotmarkið. „

Eftir nokkur ár í starfi virðist Agnes biskup loks hafa ákveðið, hvernig spor hún vill marka í samfélaginu, að andæfa réttarríkinu. Hingað til hefur hún þagað þunnu hljóði meðan kristnum gildum er einarðlega ýtt til hliðar í fræðslu-og uppeldismálum þjóðarinnar, og má þar sem jafnan líta á þögn sem samþykki.
Þá liggur þetta fyrir.

Comments

comments