Á undanförnum árum hefur fólk heyrt um myglusvepp, sem orðin er æ algengari í vistarverum fólks. Svo alvarlegt er þetta, að margir missa heilsuna og þurfa að flýja heimkynni sín og leita sér lækninga. Færri hafa heyrt um „níðingssvepp“ en hann virðist hafa tekið sér bólfestu í skúmaskotum útvarpshússins í Efstaleiti, hann leggst aðalega á fréttamenn stofnunarinnar.

Einkennin eru þau að fréttamenn taka uppá því að níðast og leggja í einelti, fólk af hægri væng stjórnmálanna og þá sem kjósa að vinna með þeim. Nýjasta dæmið er þegar fréttamaður RÚV kallar vammlausan forsætisráðherra Íslands „feita“, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar á sömu mínútunni í beinni útsendingu. Viðbrögð fréttamannsinns, þegar hann áttaði sig á að upp hefði komist níðingsháttur hans í garð forsætisráðherra, voru að hringja í hann og biðjast afsökunnar.

Ráðherrann er séntilmaður, ólíkt fréttamanninum, og tók afsökunnarbeiðnina til greina, þá fannst fréttasnápnum málið úr sögunni. Það er bara ekki svoleiðis. Þegar fólk er uppnefnt og lagt í einelti gleymist það ekki bara sísvona, það getur haft langvarandi afleiðingar. RÚV hefur hundelt forystumenn í sitjandi ríkisstjórn, í þeirri von að geta komið höggi á þá. Það tókst í máli fyrrverandi forsætisráðherra og endaði með afsögn hans. Nú spyr ég, er ekki málið að fréttamaðurinn og RÚV taki afleiðingum gerða sinna og annað hvort láti hann sjálfviljugur af störfum eða hann verði rekinn?

Comments

comments