plastic_pollutionBara hér á landi eru 70 milljónum plastpoka er hent á hverju ári. Hver plastpoki er notaður að meðaltali í 25 mínútur en það getur tekið allt að fimm hundruð ár fyrir plastið að brotna algjörlega niður í náttúrunni.

Í landsáætlun um meðhöndlun úrgangs á Íslandi fyrir árin 2013–2024 kemur fram að ætla megi að um 70 milljónum plastpoka sé fleygt á hverju ári hér á landi en það eru um 1.120 tonn og til þess að framleiða þennan fjölda poka þarf um 2.240 tonn af olíu. En plast virðir hvorki landamæri né lögsögu ríkja og okkur stafar ekki síður hætta af plastmengun annara ríkja en okkar eigin.

Hér á landi höfum við einstakt tækifæri til þess að taka forystu í þessum málum. Við gætum til að mynda takmarkað notum á plastpokum ef við höfum á því áhuga. Til dæmis gætu kaupmenn veitt þeim sem kjósa að koma með eigin taupoka með sér í verslanir aflátt við kassann. Þetta væri mun jákvæðari umhverfisaðgerð en að láta greiða fyrir plastpokann og útdeila svo því fé í umhverfisverkefni. Einnig ætti að skoða að margfalda skilagjald á plastflöskum bæði til að hvetja til neyslu úr gler- eða álumbúðum og líka til þess að hvetja enn frekar til endurvinnslu í stað þess að þessum flöskum sé hent.  Víst er að náttúran þarf hjálp frá okkur vegna plastsins. Þetta er líklega ein helsta umhverfisvá heimsins í dag.

Hér fyrir neðan er myndband sem lýsir ástandinu.

 

Comments

comments