Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Afar mjótt var á munum í íbúakosningu íbúa í Reykjanesbæ um deiliskipulag í Helguvík og uppbyggingu kísilvers Thorsil ehf.. Íbúakosningin var haldin að kröfu um 2.800 bæjarbúa. 471, eða 50,4% kváðust hlynntir því að breyta deiliskipulagi en 451 eða 48,3% kváðust þau andvíg. 934 eða tæp 9% þeirra sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði í kosningunum.

Í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ er dræm kjörsókn sögð óheppileg

þar sem rafrænar kosningar eru tæki sem Reykjanesbær hyggst nota í ríkari mæli í framtíðinni til eflingar íbúalýðræði og voru nýafstaðnar kosningar liður í því lærdómsferli.

Íbúakosningin er ráðgefandi en ekki bindandi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í sumar að íbúakosning hefði engin áhrif á deiliskipulagið og gerða samninga við Thorsil um byggingu kísilvers.

Comments

comments