Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Málflutningur Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn í dag 5. janúar 2016 hefur vakið talsverða athygli. Þar talaði borgarstjóri ákveðið niður til flugstjóra sjúkraflugs. Flugstjórinn öryggis vegna, í samvinnu við vakthafandi flugumferðastjóra ákvað að nota svokallaða neyðarbraut til þess að tryggja öryggi þess sjúklings sem verið var að flytja. Hroki og sjálfumgleði borgarstjóra í þessu máli vekur óneitanlega mikla athygli. Spurt er hér hvort gríðarlegt fylgistap Samfylkingarinnar eigi upptök sín í afstöðu Borgarstjóra í flugvallarmálinu.

Rétt er hér að minna á að samkvæmt könnun sem MMR vann í vor fyrir samtökin Hjartað í Vatnsmýrinni eru alls 78 prósent Íslendinga andvíg því að flugbraut 06/24, oft nefnd neyðarbraut, á Reykjavíkurflugvelli verði lokað. Á höfuðborgarsvæðinu eru 74 prósent íbúa andvígir því að brautinni verði lokað samkvæmt könnuninni. Í Reykjavik einni saman eru 68 prósent á móti lokun brautarinnar.

Comments

comments