MBE7 MBE2 MBE3 MBE4 MBE8 MBE5 MBE6

E-lína Mercedes er líkast til elsta hönnunin í vörulínu Mercedes. Útlitslega er E-línan nokkuð á eftir öðrum módelum og helstu samkeppnisaðilum. Vegna þess hefur verið beðið með nokkurri óþreyju eftir því að Mercedes kynni til sögunnar nýtt útlit á E-línunni sinni. Þýski netmiðillinn Auto-Presse lak nýlega myndum af nýrri E-class línunni sem Mercedesmenn hafa verið að hanna og smíða með mikilli leynd í nokkurn tíma.

Búist er við að Mercedes kynni þessa nýju E-línu fyrir blaðamönnum á næstu dögum, sumir eru svo bjartsýnir að áætla að það geti gerst síðar í janúar. Segja má að þessi nýja E-lína fái útlit og stíl sem er í takti við S- og C- línur Mercedes.

Comments

comments