wind-farms-picture

Innan Evrópusambandsins gleðjast menn nú yfir því að orkuverð er það lægsta sem sést hefur síðastliðin 10 ár. Þekkt er að sterk leitni er á milli jákvæðs hagvaxtar og lágs orkuverðs. Það eru einkum tveir þættir sem eru taldir skýra þetta. Verð á kolum er í sögulegu lágmarki en kol eru notuð í miklum mæli til framleiðslu á rafmagni og mjög ör þróun á framleiðslu á endurnýtanlegri orku með tilstuðlan virkjun vinds og sólar.

Þýskaland er stærsti markaður Evrópu. Um áramót var meðalverð fyrir 1 megawatt á svokölluðum day-ahead markaði komið niður í 31,70 Evrur sem jafngildir 34,65 dal á hverja megawattsstund. Það er lægsta verð á þessum markaði síðan 2004.

Verð á kolum hefur verið stöðugt fallandi frá árinu 2011 og féll um 33% til viðbótar á árinu 2015. Á sama tíma hafa verið mjög miklar fjárfestingar í endurnýjanlegum orkukostum. Vind- og sólarorka standa nú undir 30% af heildar orkuþörf þýska markaðsins.

Samkvæmt skýrslu frá Bloomberg var Frakkland eina landið í Evrópu þar sem orkuverð hækkaði á síðasta ári. Skýringanna er að leita í köldum og þurrum vetri sem hafði áhrif á orkunotkun og einnig á vatnsforða fyrir vatnsaflsvirkjanir þeirra.

Comments

comments