Þau eru merkileg viðbrögð United Silicon við frétt og myndbirtingu Stundarinnar. Kísilryk er ekki eiturefni, heldur verðmæt söluvara! Fyrst að þetta er ekki stórhættulegt ryk, hvernig ætli standi þá á því að því er almennt ekki veitt beint út í andrúmsloftið? Hvers vegna eru starfsmenn með rykgrímur, þegar hini „verðmætu söluvöru“ er sleppt út?

Auðvitað er kísilryk eiturefni. Það er efni sem veldur líkamanum skaða sé rykinu andað að sér og varla er gott að fá það í augu eða vera með það á húðinni nema stutta stund. Líklegast veldur það sjúkdómum. Ekki misbjóða almenningi með svona steypu.

Comments

comments