Skjáskot af útsendingu RÚV

Skjáskot af útsendingu RÚV

Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi eru afar ósáttir við ákvarðanir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að stefna að því að halda samstarfinu áfram.

En málflutningur stjórnandstöðunnar er ekki trúverðugur. Krafan í gær var Sigmundur og nú er krafan sú að stjórnin öll víki. Sjá mátti á viðtölum sem birtust á RÚV að mikið svekkelsi er í gangi. Stóryrtar yfirlýsingar þeirra sem settar voru fram beinlínis í þeim tilgangi að hvetja fólk til mótmæla voru afar athyglisverðar og afhjúpuðu vel þá tækifærismennsku sem þar ríkir þessa daganna.

Framkoma sem lítill sómi er af.

Comments

comments