Yf­ir­lýs­ing Svein­bjarg­ar Birnu Svein­björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa, í heild sinni:

Í frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Kast­ljósi sl. sunnu­dag var fjallað um fé­lög sem voru stofnuð meðan ég var bú­sett og skatt­skyld í Lux­em­borg, löngu áður en ég hóf af­skipti af stjórn­mál­um á Íslandi. Af því til­efni sendi ég reglu­verði Reykja­vík­ur­borg­ar og for­seta borg­ar­stjórn­ar bréf þar sem ég fór yfir þau viðskipti sem fjallað er um í þætt­in­um og bauðst til að veita frek­ari skýr­ing­ar teldi reglu­vörður þörf á því.

Í dag samþykkti for­sæt­is­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar til­lögu um að fela innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar og siðanefnd Sam­bands Íslenskra sveita­fé­laga að taka til skoðunar hags­muna­skrán­ingu borg­ar­full­trúa. Ég styð slíka til­lögu og mun aðstoða fram­an­greinda aðila við þá vinnu í hví­vetna.

Sem borg­ar­full­trúa ber mér fyrst og síðast skylda til að gæta hags­muna borg­ar­búa. Ég von­ast til að yf­ir­ferð um hags­muna­skrán­ingu borg­ar­full­trúa verði lokið áður en ég kem aft­ur til starfa úr fæðing­ar­or­lofi 13. júní nk. Verði yf­ir­ferðinni á hinn bóg­inn ekki lokið þá mun ég óska eft­ir tíma­bundnu leyfi frá störf­um mín­um sem borg­ar­full­trúi þar til niðurstaða ligg­ur fyr­ir.

Ég hef tekið þessa ákvörðun til að borg­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina geti áfram veitt meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar nauðsyn­legt aðhald. Fjár­hags­staða borg­ar­inn­ar er sem kunn­ugt er slæm og viðvar­andi tap á rekstri borg­ar­inn­ar á sama tíma og dregið er úr þjón­ustu. Í mín­um huga er þýðing­ar­mest að kjörn­ir full­trú­ar ein­beiti sér að leysa slík mál, frek­ar en að eyða dýr­mæt­um tíma í þref um skrán­ingu mína á hags­muna­skrá.

Comments

comments