Landbúnaður og sjávarútvegur skipta okkur Íslendinga verulegu máli og er forvitnilegt að bera saman fjárframlög og áherslur til rannsókna atvinnuveganna. Öllum er ljós sú mikla breyting sem er að eiga sér stað í veðurfari sem örugglega mun hafa áhrif á vistkerfin í hafinu svo og á landi. Hver þau verða er vandasamt að spá en til þess þurfum við rannsóknir.

2,8 milljarðar til rannsókna og þróunar innan sjávarútvegsins frá hinu opinbera að viðbættum 1,2 milljarði við stjórnsýslu veiðanna.

Til samanburðar eru 3,1 milljarður til rannsóknar og eftirlits í landbúnaði.  Hvað mikið skal veita í hvern málaflokk er vandasamt að meta en það er alveg auglóst að setja minna en prósenti til rannsókna í sjávarútvegi er hættulega lítið.

Upplýsingarnar af vef ráðuneytisins.

Comments

comments