„Emb­ætti rík­­is­skatt­­stjóra og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra ósk­uðu eft­ir upp­­lýs­ing­um um þátt­tak­end­ur í gjald­eyr­is­út­­­boðum Seðla­banka Íslands sem þeim voru af­hent­ar með nokkr­um send­ing­um vegna ár­anna 2012 til 2015.

Morg­un­­blað­ið og Kjarninn hafa fjallað um málið.

Bryn­­dís Krist­jáns­dótt­ir skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri var í gær spurð hvort upp­­lýs­ing­ar frá Seðla­bank­an­um hefðu leitt til aðgerða af hálfu emb­ætt­is­ins:

„Við óskuðum eft­ir upp­­lýs­ing­um vegna þess sem fór fram á tíma­bil­inu 2012 til 2015. Beiðnin var send í lok apríl í fyrra. Við vor­um m.a. að leita upp­­lýs­inga sem tengj­­ast skatta­­skjóls­­gögn­un­­um. Það var 21 ein­stak­l­ing­ur sem kom fram á skatta­­skjóls­­gögn­un­um sem kom einnig fram í gögn­un­um sem við feng­um frá Seðla­bank­an­­um. Ein­hver þeirra mála eru í rann­­sókn,“ seg­ir Bryn­­dís .

Fjár­­­­­fest­inga­­­leið Seðla­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­­ar­­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­­bank­inn beitti til minnka Snjóhengjuna svokölluðu.  794 inn­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leiðar Seðla­­­banka Íslands  en hún tryggði um 20 pró­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi.

Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­kvæmt skil­­­málum útboða fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­­­ar­inn­­­ar. Afslátt­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­bank­ans er um 17 millj­­­arðar króna.

21 aðili af þessum 794 eru til rannsóknar vegna gruns um skattsvik. Þá á bara eftir að koma í ljós hve háar fjárhæðir Seðlabankinn þvættaði fyrir einstaklinga úr þessum skattaskjólum.

Heimildir: Morgunblaðið og Kjarninn

Comments

comments