1236008_194190054092017_624757216_nSumir fjölmiðlar fóru mikinn og töluðu niður skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Voru miklar yfirlýsingar um að leiðréttingin myndi öll étast upp í verðbólguskoti og engin fengi neitt. Í apríl í fyrra segir Kjarninn þetta:

Það er búið að pissa í skó­inn og tíma­bundna vellíð­un­ar­til­finn­ingin sem heitt hlandið skap­aði ent­ist skammt. Eftir stendur hópur fólks í hland­blautum skóm með hækk­andi lán vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Smellufjölmiðlar geta verið skemmtilegir sumir hverjir en aðrir sem ala á ótta og illdeilum verða síðan afhjúpaðir þegar sannleikurinn kemur í ljós. Núna er það ljóst að verðbólga hefur aldrei mælst lægri en nú eins lengi. Þannig er óhætt að segja að Kjarninn hafi pissað í skóinn sinn fyrir smelli.

Comments

comments