SkuldafangelsidÞau kosningaloforð sem sést hafa frá Samfylkingunni síðustu dag hafa vakið nokkra furðu þeirra sem fylgjast með í pólitíkinni.

Flokkurinn virðist ætla með yfirboðum að lokka ungt fólk til þess að skuldsetja sig sem mest. Koma þeim í skuldafangelsið. Hugmyndin snýst um að fyrirframgreiða vaxtabætur næstu fimm ára sem styrk til íbúðakaupa. Merkilegt er að þetta fé á að koma úr ríkissjóði en hingað til hefur Samfylkingin talað niður allar greiðslur sem eru teknir úr ríkissjóði í þeim tilgangi að auðvelda fólki að komast yfir, eða halda því húsnæði sem það hefur fjárfest í. Málflutningur þeirra varðandi skuldaleiðréttinguna á sínum tíma bendir til þess að ný forusta flokksins hafi ákveðið að leita í smiðju Ragnars Reykhás.

Margt bendir til þess að þessar tillögur hafi verið settar saman í flýti. Líklegast er að þær leiði til hækkunar á fermetraverði íbúða. Skyndileg aukin kaupgeta ákveðinna markhópa gerir það oftast. Þessi tillaga hefur ekki áhrif á þá þætti sem helst eru orsök stöðunnar á húsnæðismarkaði s.s.  framboð húsnæðis, byggingarkostnað eða vaxtastefnu fjármálakerfisins. Því er nokkuð víst að þessi vaxtaniðurgreiðsla ríkisins mun lenda beint inn í fjármálastofnunum með einum eða öðrum hætti. Þannig er hægt að segja að hugmyndin af þessari skammtíma lausn sé sniðinn fyrir banka og fjármálakerfið en ekki fólkið. Það ætti raunar ekki að koma fólki á óvart því það var jú undir forsæti þessa flokks sem slegin var skjaldborg um fjármálakerfið á árunum eftir hrun.

Svo er það hitt loforðið í húsnæðismálum sem Samfylkingarforystan setti fram. 1000 nýjar stúdentaíbúðir á næstu 4 árum. Ég man ekki betur en að núverandi borgarstjóri Dagur B. Eggersson hafi sagt árið 2014 að hluti af 2500 til 3000 íbúða loforði hans hafi verið 1000 stúdenta íbúðir. Þetta er nú bara vandræðalegt fyrir flokkinn.

Samfylkingin kemur einnig fram og vill ókeypis heilbryggðisþjónustu. Göfugt markmið í sjálfu sér, en á sama tíma hefur borgarstjóri ákveðið hækka fæðiskostnað leikskólabarna í Reykjavík um 31%. Hvernig er hægt að taka þennan stjórnmálaflokk alvarlega?

Comments

comments