João Havelange Ólympíuleikvangurinn

João Havelange Ólympíuleikvangurinn

Efnahags- og umhverfis vandamál í tengslum við uppbyggingu mannvirkja vegna væntanlegra Ólympíuleika í Ríó virðast engan enda ætla að taka. Þekkt er orðið að tilbúnir árfarvegir sem liggja um og að hluta umlykja keppnisstaði mælast með óvenju hátt hlutfall baktería og sýkla af völdum saurs og skólpvatns. Á Joao Havelange Stadium þar sem keppa á bæði í frjálsum íþróttum og knattspyrnu var lokað fyrir bæði rennandi vatn og rafmagn vegna ógreiddra reikninga fyrir skömmu, en ný búið var að opna leikvangin eftir gagngerar lagfæringar.

Leikvangnum sem opnaður var fyrst árið 2007 var lokað aftur árið 2013 þar sem þá kom í ljós að þakið á leikvanginum var að hruni komið vegna rakamyndunar og takmarkaðs viðhalds. Það er knattspyrnuliðið Botafogo sem notar þennan leikvang sem heimavöll sinn.

Brasilísk yfirvöld gerðu ráð fyrir 10 billjónum dollara í uppbyggingu innviða til undirbúnings ólympíuleika. Landið er hinsvegar í djúpri efnahagslegri lægð og þess vegna eru áhyggjur þeirra sem stýra leikunum og bera ábyrgð á aðbúnaði íþróttafólksins orðnar umtalsverðar. Þannig hefur ólympíunefnd Bandaríkjanna til dæmis gagnrýnt að vegna fjárskorts verði íþróttafólkið að greiða sjálft fyrir loftkælingu í vistarverum sínum.

João Havelange Ólympíuleikvangurinn að innan

João Havelange Ólympíuleikvangurinn að innan

 

 

Comments

comments