Icelandair-TF-FIR

Icelandair er eina íslenska flugfélagið sem uppfyllir allar kröfur sem AirlineRatings.com gerir til að flugfélag fái sjö stjörnur. Tvær stjörnur fær Icelandair fyrir að hafa vottun frá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA. Ein stjarna fæst sjálfkrafa með því félagið er ekki á bannlista Evrópusambandsins. Fjórða stjarnan fæst af því að engin dauðsföll hafa orðið í ferðum félagsins á síðustu tíu árum. Flugfélagið fær fimmtu stjörnuna með því að hafa viðurkenningu Bandarísku flugmálastofnunarinnar, FAA. Síðustu tvær stjörnurnar fást með því að heimalandið, Ísland, uppfyllir allar kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO.

Flugfélag Íslands og WOW air fá fimm stjörnur hjá AirlineRatings. WOW air og Flugfélag Íslands uppfylla flestar sömu kröfur og Icelandair en hafa ekki vottun Alþjóðasamtaka flugfélaga, og fá því fimm stjörnur.

Comments

comments