RR1 RR2

Rolls-Royce bifreiðasmiðjurnar hafa upplýst að ný hönnun þeirra gerir ráð fyrir að bifreiðar frá þeim verði nánast eingöngu úr áli. Þetta á að vera komið fram í öllum tegundum frá árinu 2018. Samkvæmt upplýsingum frá RR þá eru tilraunir með þessa nýju hönnun þegar hafnar. Ekki verður gefið neitt eftir af einstakri hönnun RR og tryggt verður að notendur fá að upplifa áfram þá tilfinningu að þeir séu að ferðast um á töfrateppi.

Búist er við að þessi nýja álhönnun komi fyrst fram í næstu kynslóð af RR Phantom. Gert er ráð fyrir að bílarnir frá RR léttist umtalsvert við þessa nýju hönnun sem veldur þá hagkvæmari rekstrarkostnaði og umtalsvert umhverfisvænni akstri.

Tekið er sérstaklega fram að hálfu RR að Cullinan jeppinn frá þeim sem reiknað er með að komi á markað á árinu 2019 verði einnig byggður á þessari nýju álhönnun.

RR3

 

Comments

comments