DR4 Dr1 DR2 DR3

Leigubílar verða óþarfir þegar þú getur sest upp í næsta dróna og hann mun sjálfkrafa flytja þig á næsta áfangastað. Engir umferðahnútar, engin umferðarljós, engin bílstjóri og engar tafir. Þú sest um borð og segir hvert þú villt halda og dróninn skýst örugglega með þig á milli staða.

Þetta kann að hljóma fjarstæðukennt en er rétt handan við hornið. Kínverska fyrirtækið EHang er búið að kynna til sögunnar mannlausan rafmagnsdróna fyrir fólksflutninga. 184 AAV sem stendur fyrir 1 farþega, 8 mótorar og 4 armar (184) rafmagns dróni sem getur flutt eina persónu 16 km loftlínu án þess að þessi persóna viti nokkurn skapaðan hlut um flug eða flugmennsku.

Samkvæmt upplýsingum frá EHang mun farþegin stimpla inn áfangastað sinn í sérstakt smáforrit (app) í farsímanum sínum. Eftir það eru mögulega bara tvær skipanir „taka á loft“ og „lenda.“  184 AAV á að koma á markað seint ár þessu ári og reiknað er með því að verðið á svona fullbúinni svona græju verði um 300.000 dalir, eða 39 milljónir króna. Þá er allt kerfið tvöfalt þannig að ef vart verður við bilun eða truflanir kemur tekur ný eining við. Svipað og er um flug almennt. EHang tekur einnig fram að dróninn sé útbúin svokölluðu „fail-safe system“ sem lendir farartækinu strax ef einhverskonar bilun kemur fram.

184 AAV vegur um 200 kíló og er um 1,50 m. á hæðina standandi á jörðinni. Græjan getur borið 120 kíló og flýgur í um 23 mínútur á hverri hleðslu. Það tekur svo 4 klst að fullhlaða rafhlöðurnar á ný. Flughraði er um 100 kílómetrar á klukkustund og gert er ráð fyrir að flughæðin sé í kringum 400 metrar eða 1300 fet.

 

 

 

Comments

comments