Hólmgeir Karlsson

Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri skrifar í dag grein á Vegginn þar sem hann vekur athygli á því að búið að snúa umræðunni um undanþágu mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum á hvolf. Hann bendir á að ákvæði þessi í búvörulögum heimila mjólkurvinnslufyrirtækjum að hafa með sér ákveðna samvinnu og verkaskiptingu sem gert hefur þeim mögulegt að lækka kostnað verulega við vinnslu mjólkurvara.

Hólmgeir bendir á að ákveðnir aðilar í þjóðfélagsumræðunni haldi því fram að það sé hagur neytenda að fella þessi ákvæði úr gildi og þau séu eingöngu sett til að vernda landbúnaðinn, og sé þess jafnvel valdandi að verð til neytenda sé hærra en ella væri. Þetta sé alrangt. Þegar þessu kerfi var komið á var það gert með hag neytenda í forgrunni og um leið verið að tryggja framtíðar afkomumöguleika bænda og tilvist og öryggi innlendrar matvælaframleiðslu. Um þessar aðgerðir ríkti mikil sátt og sátu fulltrúar launþega í landinu og bænda við sama þegar unnið var að þessum miklu aðgerðum.

Grein Hólmgeirs á Veggnum má finna hér.

 

Comments

comments